Fræðsla

Tannfyllingarefni

Þegar skemmd hefur komið í tönn, þá þarf að fjarlægja sýkinguna og fylla upp í holuna sem eftir situr.

Helstu tannfyllingarefnin eru Amalgam (silfur), plastefni og postulín

Amalgam fyllingar hafa verið notaðar í marga áratugi og reynst mjög vel. Þessar fyllingar silfurgráar á lit og eru í dag bara notaðar þar sem aðstæður í munni eru erfiðar og erfitt að koma öðrum efnum fyrir.

Í dag eru plastfyllingarefni mest notuð en þau eru hvít á litin og líkjast því tönninni mun betur. Gæði þessara efna hefur aukist jafnt og þétt og þykja góður kostur í dag.

Postulíns fyllingar eru samlitar tönninni og eru mikið notaðar. Postulín er hart efni eins og glerungur og hefur reynist ákaflega vel.

Krónur

Þegar tennur eru mjög illa farnar getur verið gott að setja á þær krónur, en krónur eru hettur sem settar eru yfir tannbeinið. Krónur líkja eftir heilbriðgum tönnum og er liturinn valin eftir hverjum og einum einstaklingi. Í tannlaus bil er hægt að bæta tönn í með því að gera brýr.

Til þess að gera fallegar og vel passandi krónur og brýr þarf mjög góða tannsmiði og höfum við þá hjá Bakkabrosi. Brostu og Bakkabros eru í sama húsnæði og er mjög góð samvinna þar á milli, enda er það nauðsynlegt ef góður árangur á að náðst.

Hér má sjá góð dæmi um einfalda krónugerð, Páll tannlæknir sá um þetta ásamt Bakkabros

FYRIR - EFTIR

FYRIR - EFTIR

Tannplantar

Margir eru hræddir við að einhverntímann kunni þeir að missa tennurnar. Með tannplöntum þarf tannmissir ekki að vera viðverandi vandamál.

Tannplanti er gerður úr titanmálmi og formaður sem skrúfa. Tannplantinn er settur í kjálkabeinið með skurðaðgerð. Hann þjónar sem "rót" fyrir hina nýju tönn. Á tannplanta má byggja tannkrónur, brýr, heila tanngarða og festa gervitennur með smellum.

Það er næstum ómögulegt að sjá mismuninn á tannplanta tönnum og náttúrulegum tönnum

  • Þær nýtast á sama hátt, veita sömu tilfinningu og líta eins út.
  • Þær virka sem eigin tennur þegar þú tyggur, brosir eða talar.
  • Þær eru þægilegar og sitja fastar.
  • Þær þarf ekki að festa við nágrannatennurnar og því þarf ekki að slípa af frískum tönnum.

Heilgómar

Tannlausir einstaklingar þurfa á heilgómum að halda í efri og/eða neðri góm.

Algengt er að gómarnir losni, sér í lagi sá neðri. Ný tækni er í boði sem felur í sér að gómarnir eru studdir af tannplöntum. Gervitennurnar smella þá á tannplantana og sitja því mun fastar og hreyfast minna við tyggingu og tal.

Fastari gervitennur veita einstaklinginum mun meiri lífsgæði.

Ef þú telur þetta vera eitthvað sem þú þarft á að halda biðjum við þig um að hafa samband við okkur og panta tíma hjá tannlækni. Það er erfitt að segja til um verð þar sem það getur verið misjafnt eftir því hvað þarf að gera. Besta lausnin er að fá viðtal við tannlækni og meta með honum stöðuna.

Hægt er að hafa samband við okkur á heimasíðunni undir staðsetning.

Rótfyllingar

Líffæri tannar (taugar, æðar og frumur) búa í holi tannarinnar og þegar tönn verður fyrir áfalli, til að mynda tannskemmdum, geta bakteríur komist þar inn.

Við þetta getur tönn dáið smám saman en þá þarf að rótfylla. Líffæri tannarinnar og bakteríur eru þá hreynsuð í burtu og gúmmíkent efni sett í staðin í rótarhol hennar.

Þetta ferli kallast rótfylling.

Tannúrtaka

Leiðbeiningar til sjúklinga eftir tannúrtöku og skurðaðgerðir í munni.

Almennar reglur: Við tannúrtöku myndast sár, sem ekki er hægt að hirða á sama hátt og t.d húðsár þ.e.a.s með sáraumbúðum. Ráðlagt er að halda kyrru fyrir og hvílast, til þess að sárgræðslan fari eðlilega fram. Rifnar blóðæðar lokast þlá betur og blóðlifur fær tíma til að myndast í sárinu, en það er nauðsynlegt til sárgræðsllu.

Forðist:

a) Að koma við sárið með tungu, fingri eða verkfærum

b) Að sjúga úr sárinu

c) Að neyta harðrar fæðu. Sleppið ekki úr máltíð, maukfæði er æskilegt.

d) Að neyta tóbaks eða áfengis fyrstu 2 dagana.

Munnhirða: Skolið munninn sem minnst fyrstu 4-5 tímana. Næstu daga má þó skola með saltvatnsupplausn ( 1 teskeið af matarsalti í 1 glas af volgu vatni) Hreinsið tennurnar, en forðist að snerta sárið með tannburstanum.

Eftirverkanir: Er deyfing hverfur, má stundum vænta óþæginda eða eymsla í sárinu. Léttar verkjatöflur t.d Panodil veita venjulega hjálp. Ef miklar þrautir eru, ber að leita ráða tannlæknis.

Bólgur: Bólgur eftir aðgerðir í munni eru algengar og eru þær svörun vefja líkamans við aðgerðinni.

Ef bólga vex að ráði leitið þá tannlæknis eða læknis.

Blæðing: Munnvatn getur verið blóðlitað 1-2 tíma eftir aðgerðina, án þess að um teljandi blæðingu sé að ræða. Blæði verulega úr sárinu, þá strjúkið blóðlifur sem standa út úr með hreinni sáragrisju og skolið munninn með volgu saltvatni. Takið síðan sótthreinsaðan sárabindisvöndul, setjið yfir sáraflötinn og bítið þétt saman í ca. ½ tíma. Ef lagst er fyrir er gott að hafa hátt undir höfði. Endurtakið þetta ef með þarf. Stöðvist blæðing ekki,leitið til tannlæknis eða læknis.

6. MUNIÐ AÐ TAKA ÞAU LYF SEM RÁÐLÖGÐ ERU.

Hlekkir

Tannlæknafélag Íslands

- Hjá tannlæknafélaginu fæst hafsjór fróðleiks um tannhirðu, tannlækningar og tannlækna á Íslandi.

Lýðheilsustöð - Tannvernd
- Tannvernd Lýðheilsustöðvar starfar að fræðslu, ráðgjöf og rannsóknum á sviði tannheilsu á Íslandi.

Tryggingastofnun
- Á vef tryggingarstofnunar má finna upplýsingar um sjúkratryggingar er varða tannlækningar.

Bakkabros

- Tannsmíðaverkstæði. Eru í sama húsnæði, Hamraborg 5.

Landlæknir

- Á þessari síðu er hægt að læra ýmislegt um tannvernd - fyrir fólk á öllum aldri. Börn, unglinga, fullorðna og eldriborgara.

Turn your Facebook Page into a website, instantly.

Try now for 14 days FREE

No credit card required, unsubscribe at any time. pagevamp.com