Fréttir

Mar 17, 2020

Í ljósi aðstæðna höfum við á tannlæknastofunni gert ýmsar ráðstafanir til að tryggja öryggi gesta okkar og starfsfólks. Við viljum beina eftirfarandi til allra þeirra sem eiga erindi til okkar á næstu dögum og vikum:

• Hraustum og heilbrigðum einstaklingum er óhætt að koma í tímana sína og þurfa ekki að fresta tannlæknaheimsókn, en ef fólk vill færa tímana sína er það sjálfsagt.

• Eingöngu sá sem á tíma hjá tannlækni komi á stofuna, ekki fylgdarmenn með nema þegar um er að ræða ung börn.

• Ekki koma ef þú ert með flensueinkenni, eða ef einhver í fjölskyldunni með einkenni. Hafðu samband og við finnum annan tíma

• Allir viðskiptavinir þurfa að þvo hendur rækilega áður en komið er á stofu

• Spritt-brúsar eru aðengilegir víðsvegar um stofuna.

• Við biðjum viðskiptavini að greiða með snertilausum greiðslum ef hægt er.

• Reynum að sýna aðgát við snertingar á yfirborðflötum og annað fólk - sleppum handaböndum og knúsum.

Með þökk um góða samvinnu

Tannlæknastofan Bostu

Turn your Facebook Page into a website, instantly.

Try now for 14 days FREE

No credit card required, unsubscribe at any time. pagevamp.com