Starfsmenn

Páll Ævar Pálsson

Tannlæknir

Páll opnaði tannlæknastofuna Brostu árið 1990.

Páll Ævar útskrifaðist sem Cand.odont. frá Háskóla Íslands 1987 og hefur sótt margskonar námskeið bæði innanlands og erlendis. Hann opnaði tannlæknastofuna Brostu árið 1990 og starfar auk þess sem stundarkennari við tannlæknadeild Háskóla Íslands frá 1990.

Páll hefur verið matsmaður í ýmsum matsmálum fyrir héraðsdóm, lögfræðinga og tryggingarfélög og sat í stjórn tannlæknafélags Íslands 1994-1995.

Guðný Ævarsdóttir

Tannfræðingur

Guðný hóf störf hjá Brostu 1994.

Guðný útskrifaðist sem stúdent frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla 1983, lauk námi sem tanntæknir frá Vårdskolan Halmstad 1990 og útskrifaðist sem tannfræðingur frá Vårdhögskolan í Stokkhólmi 1993. Guðný starfaði hjá Björgvini Jónssyni tannlækni 1983-1989 og hóf störf hjá Brostu 1994.
Hennar starf felst í að gefa ráð um tannhirðu og mataræði, leiðbeina um val og notkun tannhreinsiáhalda, skoða og greina ástand tanna, skrá sjúkraskýrslu og taka röntgenmyndir.
Einnig sér hún um tannhreinsun og fræðir um orsakir og afleiðingar tannholds og tannvegssjúkdóma. Hún pússar fyllingar, tekur máttökur, lýsir tennur í stól, gerir skorufyllingar og sér um fluor meðferðir.

Anna Karlsdóttir

Aðstoðarkona tannlæknis

Anna hefur starfað hjá Brostu frá 1994.

Anna aðstoðar tannlæknana og tannfræðinginn við stól, sér um almenna sótthreinsun, lýsingu tanna í stól, gerð lýsingarskinna og tekur mát.

Hlynur Þór Auðunsson

Tannlæknir

Hlynur hóf störf hjá Brostu 2004.

Hlynur útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2004 og hóf þá störf hjá Brostu. Einnig hefur hann lokið við ýmsum námskeiðum hér á landi og erlendis. Hlynur sinnir almennum tannlækningum.

Guðrún Karlsdóttir

Tanntæknir

Guðrún hefur starfað hjá Brostu síðan 1990.

Hún aðstoðar tannlæknana og tannfræðinginn við stól, annast almenna sótthreinsun, lýsingu tanna í stól, gerð lýsingarskinna og tekur mát.

Ragnheiður Hilmarsdóttir

Móttaka

Ragnheiður hóf störf hjá Brostu haustið 2007.

Ragnheiður lauk stúdentsprófi árið 2005 frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Ragnheiður sinnir almennum móttökustörfum.

Anna Friðriksdóttir

Tanntæknir

Anna Friðriksdóttir hóf störf hjá Brostu 2010

Anna Friðriksdóttir er hárgreiðslumeistari að mennt. Anna hóf nám við Fjölbrautarskólann við Ármúla, Heilbrigðisskólanum, og fór að læra tanntækninn. Anna aðstoðar tannlæknana og tannfræðinginn við stól, sér um almenna sótthreinsun, lýsingu tanna í stól, gerð lýsingarskinna og tekur mát.

Hún útskrifaðist sem tanntæknir vorið 2010 og hóf störf hjá Brostu haustið 2010.

Turn your Facebook Page into a website, instantly.

Try now for 14 days FREE

No credit card required, unsubscribe at any time. pagevamp.com