Þjónusta

Barnatannlækningar

Mörg börn óttast að fara til tannlæknis. Við hjá Brostu leggjum okkur fram við að láta börnum líða vel og svara öllum þeim spurningum sem þau kunna að hafa. Með því að kynna þau fyrir umhverfinu, tækjunum og þeim aðferðum sem við notum má fjarlægja óttan við hið ókunna.

Einnig bjóðum við upp á nýjustu tækni til að gera heimsóknina skemmtilega og afslappaða. Hægt er að fá heyrnartól til að hlusta á tónlist og sögur og einnig bjóðum við upp á gleraugu til að horfa á bíó- og teiknimyndir.

Þannig drögum við úr kvíða og stuðlum að jákvæðu viðhorfi gagnvart góðri tannhirðu og umönnun en með reglulegu eftirliti tannlæknis og fyrirbyggjandi aðgerðum eins og flúorlökkun má koma í veg fyrir skemmdir á tönnum og á önnur vandamál sem koma fyrir í munnholinu.

KRAKKAHORNIÐ

Mikilvægt er að börnunum líði vel hjá okkur. Því leggjum við okkur fram í að hafa nóg í boði fyrir börnin á biðstofunni á meðan þau bíða eftir að tannlækninum eða á meðan þau bíða eftir foreldrum sínum. Við erum með kubba, litabækur og liti, þroskaleikföng og svo er yfirleitt teiknimynd í sjónvarpinu (það þarf bara að minna stelpuna á símanum að hækka í því ef það er verið að horfa á það). Svo er hægt að fá sér vatnsglas á meðan beðið er.

Eins reynum við að hafa það huggulegt fyrir foreldrana sem bíða - nóg af tímaritum, eitthvað í sjónvarpinu og svo erum við alltaf með heitt á könnunni - og kalt vatn.

Lýsingar

Lýsingu á tönnum er hægt að framkvæma með ýmsum hætti. Algengast er að lýsa tennur heima en til þess eru notaðar eru mjúkar plastskinnur sem laga sig að tönnunum. Lýsingarefni er sett í skinnurnar og þær hafðar í hálftíma (30 mínútur) til 2 klst, fer eftir styrkleika. Mislangan tíma getur tekið að ná þeim árangri sem einstaklingurinn sækist eftir en yfirleitt tekur ferlið 7-10 daga.

Við bendum á að kaffidrykkja, reykingar, rauðvín og annað matarkyns eða drykkjar sem litar - hefur slæm áhrif og dregur úr virkni lýsingarinnar. Við bendum fólki því á að passa uppá það eftir lýsingu.

Panta þarf tíma fyrir gerð lýsingarskinnu, en það tekur stutta stund og er hún yfirleitt tilbúin samdægurs eða degi síðar.

Einnig er hægt að fræmkvæma lýsingu á stofu. Þá er lýsingarefnið borið á tennur og látið liggja á þeim í 60 mínútur undir sérstöku ljósi. Til að viðhalda lýsingunni er gott að nota mjúka lýsingarskinnu heima öðru hverju þegar ástæða þykir.

Nauðsynlegt er að fólk fari í tannhreinsun hjá tannlækni eða tannfræðing fyrir lýsingu, hvort sem um ræðir í stól eða skinnur. Ef ekki er farið í tannhreinsun getum við ekki ábyrgst það að lýsingin muni ná nokkrum árangri.

Allar nánari upplýsingar gefa starfstúlkur Brostu í s.564-2660

Hreinsanir

Við daglega burstun tanna náum við ekki alltaf að fjarlægja alla tannsýklu sem safnast á tennur og ef tannsýklan fær að vera myndast tannsteinn. Tannsteinn samanstendur af sýklum, bæði lifandi og dauðum, í kalkmassa og er því líka óhreinindi.

Tannsteinninn veldur bólgum í tannholdi sem aftur getur valdið því að tennur losna. Því er mikilvægt að fara reglulega til tannlæknis eða tannfræðings í tannhreinsun til að viðhalda heilbrigði munns og tanna.

Tannlæknafóbía

Margir óttast það að fara til tannlæknis og er það hvorki óalgengt né óeðlilegt.

Við hjá Brostu höfum mörg úrræði til að gera heimsóknina sem þægilegasta og hjálpa þér að sigrast á óttanum. Þær aðferðir sem við bjóðum meðal annars upp á eru:

  • Sefjun með lyfjum
  • Glaðloft
  • Svæfingar

Viðskiptavinir geta fengið teppi, faðminn (ýttu hér til að sjá hvað faðmurinn er), sjónvarpsgleraugu, tónlist og heita grjóna púða á axlirnar. Ekki hika við að spurja starfsfólk um allt eða eitthvað af þessu sem þú telur að geti fengið þig til að líða sem best í stólnum.

Umfram allt leggjum við þó upp úr þægilegu viðmóti, fræðslu og góðu sambandi við sjúklingin.

Turn your Facebook Page into a website, instantly.

Try now for 14 days FREE

No credit card required, unsubscribe at any time. pagevamp.com